top of page

Við getum ekki breytt öðrum. En við getum breytt viðhorfum okkar og valið hvernig eða hvort það sem aðrir segja eða gera hefur áhrif á okkur.

 

Á þessu námskeiði muntu læra:

  • Að vera þakklátari manneskja
  • Að brynja þig fyrir neikvæðni annarra
  • Að taka lífinu á jákvæðari hátt
  • Að vera meðvitaðari í þínu daglega lífi
  • Að setja mörk og standa með þér
  • Að bera ábyrgð á þinni líðan

 

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú:

  • Ert þreytt/þreyttur á öllum hræðsluáróðrinum og neikvæðu fréttunum
  • Þekkir einhvern sem þú upplifir að mergsjúgi úr þér alla orku í samskiptum
  • Upplifir að þig langi ekki fram úr rúminu á morgnana, því heimurinn er eitthvað svo dimmur.
  • Ert þreytt/þreyttur á tuðinu í kringum þig
  • Átt það til að dæma aðra og finnst það leiðinlegt
  • Vilt upplifa betri líðan

 

Uppbygging námskeiðsins

  • Nýtt efni í hverri viku, sett inn í byrjun vikunnar​
  • Verkefni sem unnin eru í hverri viku​
  • Hugleiðslur tileinkaðar hverri viku
  • Þú getur byrjað þegar þú vilt
  • Þú getur farið í gegnum á þeim hraða sem þér sýnist – taktu þinn tíma
  • Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 6 mánuði eftir að þú kaupir það

 

Efnið

  • Efnið er sett upp í 6 vikna námskeið
  • Nýtt efni kemur inn einu sinni í viku
  • Fyrsta vikan opnast strax og svo næsta vika viku seinna
  • Ég mæli með að fara í gegnum efnið í þeirri röð sem það er í efnisyfirlitinu
  • Efnið er lesefni, hljóðskrár og hugleiðslur

 

Verkefnin

  • Verkefnin eru mikilvægust af öllu í þessu námskeiði​
  • Ef þú gerir ekki verkefnin mun þetta námskeið ekki nýtast þér​
  • Verkefnin ættu ekki að taka mikinn tíma frá þér, aðeins u.þ.b. 30 mín. á dag​
  • Þú þarft ekki að skila neinum verkefnum og það eru engin próf​
  • Þú ert að gera þetta fyrir þig​ og engin annan

 

Dagskráin

  • Vika 1 – Fyrsta skrefið
    • Til þess að geta breytt einhverju, þurfum við að ná utan um hvað það er. Þú kynnist þér betur í þessari viku.
  • Vika 2 – Æfum jákvæðara hugarfar
    • Þú lærir um hvernig maður öðlast jákvæðara hugarfar
  • Vika 3 – Sannleikurinn okkar
    • Þú lærir um huga þinn og hvernig hann virkar
  • Vika 4 – Viðhorf og grunnorkan
    • Þú lærir um grunnorkuna þína og viðhorf þín og áhrif þess á líf þitt
  • Vika 5 – Sjálfstraustið þitt
    • Þú lærir hvernig þú getur eflt sjálfstraustið þitt á einfaldan hátt
  • Vika 6 – Þakklæti
    • Þú lærir allt um þakklæti og fleiri leiðir til að öðlast jákvæðara hugarfar

Neikvæðni - Nei Takk!

15.900krPrice
Tax Included
    bottom of page