top of page

Telur þú þig vera á góðum stað í lífinu, ert frekar klár, ert í góðri vinnu og átt gott heimili og fjölskyldu.

 

Fljótt á litið gengur allt vel í þínu lífi, en einhverra hluta vegna áttu það til að taka lélagar ákvarðanir, aftur og aftur.

 

Eru samskiptin við aðra ekki alltaf góð og áttu það til að lenda upp á kannt við aðra?

 

Finnst þér þú stundum ekki hafa neina stjórn á þínu lífi?

 

Þetta gæti stafað af því að þitt innra barn er við stjórnina en ekki þú sem ert fullorðin.

 

Hvað er barnið innra með þér?

Þrátt fyrir að við vöxum úr grasi og eldumst, er hluti af okkur sem hagar sér ennþá eins og barn. Það er gott þegar við viljum leika okkur, hlægja og vera glöð. En það er ekki eins gott þegar við erum að ganga í gegnum erfiðleika eða þurfum að taka stórar ákvarðanir í okkar lífi.

 

Reiði, ótti, óöryggi og afbrýðisemi eru fáeinar tilfinningar sem barnið innra með okkur setur fram fyrir okkur og þannig skemmir oft fyrir okkur, án þess að ætla að gera það viljandi.

 

Barnið veit bara ekki betur, og kann ekki að takast á við það sem þau eru að fást við. Þegar þú ferð að átta þig á því hvenær þitt innra barn er við stjórnina í þínu lífi, getur þú breytt hegðun þinni og tekið ábyrgð á þínu lífi sem fullorðin.

 

Á þessu námskeiði lærir þú einmitt að koma auga á barnið innra með þér, skoða hvernig það hefur haft áhrif á þitt líf og þú lærir hvernig þú getur heilað bæði fullorðnu/a þig og barnið innra með þér.

 

Þú áttar þig á að þú getur tekið ábyrgð á þínu eigin lífi á svo miklu betri og yfirvegaðari hátt og þú finnur meira jafnvægi innra með þér. Þú átt betri samskipti við aðra.

 

Finndu jafnvægi milli þín og barnsins innra með þér

 

Eftir námskeiðið hefurðu öðlast hæfni til að:

  • Að þekkja muninn á þínu innra barni og þér sem fullorðnum einstaklingi.
  • Að þekkja þennan mun hjá öðrum. Þegar þú þekkir hvenær einhver er í barninu sínu getur þú brugðist við á annan hátt og átt betri samskipti.
  • Að þekkja þína triggera og hvaða kennslustundir þeir eru að færa þér.
  • Að þekkja hvaðan reiði, ótti, kvíði og aðrar neikvæðar tilfinningar koma.
  • Kunna að meta það jákvæða sem barnið færir þér sem hjálpa þér í lífinu.
  • Þekkja þig og skilja þig betur og verður færari í að geta stjórnað þinni eigin hegðun.

 

Hvernig fer námskeiðið fram

  • Þetta er netnámskeið sem þú getur tekið þegar þér hentar.
  • Hver hluti er ein kennslustund og gefur þér ákveðið efni að vinna með til að hjálpa þér að heila þig og skilja þitt innra barn betur.
  • Námskeiðið fer fram inn á lokuðum námskeiðsvef, sem þú færð aðgang að um leið og þú hefur skráð þig á námskeiðið og þú getur byrjað að læra þegar þér hentar.
  • Kennsluvefurinn hjálpar þér að taka námskeiðið í réttri röð en þú getur tekið það á þeim hraða sem þér hentar.

 

Á þessu námskeiði muntu:

  • Læra að finna samkennd og kærleika til þín og annarra.
  • Læra að þekkja og skilja þig betur.
  • Þekkja þínar hindranir í lífinu og leysa þær upp.
  • Læra að skilja aðra betur og þannig nærðu að tengjast þeim betur.
  • Læra að heila þitt innra barn.

 

Til þess að geta heilað okkar eigin sár, sérstaklega þau sem við höfum forðast að sjá síðan í barnæsku, þurfum við að kynnast okkar innra barni og veita því athygli. Þegar við heilum okkur á þennan hátt, upplifum við meiri kærleika, samkennd og þroskumst andlega. Með því að veita okkar innra barni athygli getum við losað okkur við hindranir sem aftra okkur frá því að lifa okkar besta og hamingjusamast lífi og skilja okkur sjálf að fullu.

 

Uppbygging námskeiðsins 

  • Nýtt efni í hverri viku, sett inn í byrjun vikunnar
  • Verkefni sem unnin eru í hverri viku
  • Þú getur byrjað þegar þú vilt
  • Þú getur farið í gegnum námskeiðið á þeim hraða sem þér sýnist – taktu þinn tíma
  • Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 6 mánuði eftir að þú kaupir það

 

Efnið

  • Efnið er sett upp í 9 kafla námskeið
  • Nýtt efni kemur inn einu sinni í viku
  • Fyrsta vikan opnast strax og svo næsta vika viku seinna
  • Ég mæli með að fara í gegnum efnið í þeirri röð sem það er í efnisyfirlitinu
  • Efnið er lesefni, hljóðskrár og hugleiðslur

 

Verkefnin

  • Verkefnin eru mikilvægust af öllu í þessu námskeiði
  • Ef þú gerir ekki verkefnin mun þetta námskeið ekki nýtast þér
  • Þú þarft ekki að skila neinum verkefnum og það eru engin próf
  • Þú ert að gera þetta fyrir þig og engin annan

Heilaðu barnið innra með þér

19.900krPrice
Tax Included
    bottom of page