top of page
Search

Áttu erfitt með að setja þig í forgang?



Finnst þér þú alltaf vera að gera fyrir aðra en ekki fyrir þig og að það sé ósanngjarnt. Finnst þér að aðrir í fjölskyldunni gætu staðið sig betur í sinna foreldrum ykkar? Og finnst þér þínir nánustu vera mjög tilætlunarsöm í þinn garð? Eru sumir bara alltaf að gera eitthvað skemmtilegt, á meðan þú ert að gera það sem þú verður að gera.


Hefurðu reynt að setja þig í forgang, en fundið þá svo mikið samviskubit að þér fannst þú vera að svíkjast um, svona samviskubit eins og þegar þú varst lítil og mamma þín endaði á að öskra á þig þegar hún bað þig um eitthvað, því þú svaraðir ekki alveg strax þegar hún var að biðja þig?


Ertu sífellt að reyna að vera betri manneskja en það er svo erfitt, því þú hefur svo mikið að gera alla daga og þú ert þreytt. Þú þarft að segja börnunum þínum til, þú þarft að snúast í kringum mömmu eða pabba. Þú segir já við öllu sem þú ert beðin, því þú ert svo góð manneskja. Þú þarft að passa að allt sé eins gott og hægt er.


Þú vilt að aðrir sjái þig, hvað þú ert dugleg, fórnfús og góð og reynir þitt besta. En sama hvað, þá finnst þér þú eigir betra skilið og þú nærð ekki að upplifa hamingju til lengri tíma. Það er alltaf eitthvað sem skemmir fyrir þér og ef þú slakar á, fer samviskubitið að naga þig mjög fljótlega.


Þú ert komin með nóg og þig langar að setja þig í fyrsta sæti. Þig langar að komast út úr þessu mynstri, þessu samviskubiti, en þú veist ekki hvernig þú getur gert það. Þú vilt ekki sýnast sjálfselsk og hvað þá að aðrir sjái að þú ert ekki eins sterk og þú vilt að aðrir sjái að þú sért. Þú veist heldur ekki alveg hvað þú vilt í lífinu, þú veist bara hvað þú vilt ekki. Þú ert eiginlega pínu týnd í þínu ytra umhverfi. Horfir ekki oft í spegil, né hlustar á þínar þarfir og hvað þá hlustar innra með þér á hvað þig langar stundum að hreinlega bara öskra, bara til að finna að þú sért lifandi!


Kæri lesandi ertu að tengja við þetta?

En veistu hvað, ég var svona!

Þetta sem þú varst að lesa um var ég og hugsanlega ert þú í dag.

En alveg eins og ég getur þú breytt þessu.


Þú getur sett þig í forgang líka, þú getur lært að setja þig í fyrsta sæti án þess að það bitni á öðrum. Þú getur staðið með þér og sett mörk. Þú getur leyft þér að vera þú og leyft þér að skína. Leyft þér að elska þig og sjá þig, virða þig og sýna þér kærleika.


Og það er einmitt það sem ég get hjálpað þér með. Við gerum það með því að byggja upp virði þitt með því að leysa úr undirmeðvitund þinni gamla trú. Því þótt þú vitir vel að þú átt allt það besta skilið og sért algerlega nóg, þá situr eitthvað gamalt bull í undirmeðvitund þinni sem hefur áhrif á þig og þú áttar þig ekki á því. Tilfinningar og möntrur sitja fastar og stýra þér og því sem þú gerir. Það er því ekki nema von að þú skiljir ekki afhverju þú nærð ekki að skína og aðrir sjái þitt virði.


Ert þú ert tilbúin að setja þig í fyrsta sæti, taka ábyrgð á þínu lífi og þinni hamingju?

Læra að setja alvöru mörk sem þú getur staðið við og standa 100% með sjálfri þér?


Ef þú ert tilbúin að fara í alvöru sjálfsvinnu sem krefst þess að þú gerir það fyrir þig og engan annan, skaltu senda mér skilaboð og við skoðum hvort við eigum samleið, netfangið mitt er bjorkben@bjorkben.com


Kærleikur til þín

Björk Ben

 
 
 

Comments


bottom of page