Hvað er eðlilegt í samböndum hvað er óeðlilegt? Eigum við að lesa greinar á vefmiðlum og nota það sem ráðgjöf inn í okkar sambönd? Eigum við að leita í vini og kunninga til að fá svör við hvernig við eigum að haga okkur í okkar sambandi?
Þegar ég byrjaði í sambandi eftir nærri 7 ár ein, þar sem ég hafði unnið mikið í sjálfri mér, komst ég að því að ég átti samt sem áður, enn eftir að heila brot úr fyrra sambandi.
Ég stóð sjálfa mig að því að bera nýja kærastann við minn fyrrverandi. Ég ætlaði honum að gera eitthvað á minn hlut þegar ákveðnar aðstæður koma upp. Ég gaf mér að hann hugsaði á ákveðin hátt og ég var skíthrædd við að verða of ástfangin!
Ég var fyrst eftir að ég skildi við minn fyrrverandi skíthrædd við að fara í samband þar sem ég væri að þóknast og þyrði ekki að vera ég. Með tímanum, á meðan sjálfstraustið og sjálfsvirðingin jókst, varð ég svo hrædd við að missa sjálfstæði mitt ef ég færi í samband. Mér leið bara vel ein, elska sjálfa mig og þurfti ekkert meira.
Ég lærði að hlusta á hjarta mitt og nota innsæið mitt og hef gert í þó nokkurn tíma, mér finnst að ég sé að gera það besta fyrir mig ef ég fer eftir hjartanu mínu, kem fram af virðingu og heiðarleika.
En Alheimurinn hafði önnur plön, og þrátt fyrir að hafa reynt að bægja gaurnum frá, þá tókst það ekki. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist en ég varð ástfanginn upp fyrir haus. Ég ætlaði ekkert að flækja líf mitt með svona veseni.
En þrátt fyrir að vera geggjað meðvituð alla daga og hlusta á innsæið mitt, fékk ég verkefni. Verkefni sem snérust um að heila eitthvað gamalt, eitthvað sem ég hélt að væri löngu heilað og skipti engu máli. Það kemur þessi vonda tilfinning, hnútur í magann, þurrkur í hálsinum og mig langar að hverfa inn í skelina mína. Áður hefði ég farið í þögn og verið þar í ótta um hvað gerðist næst. Ótta við að nú þyrfti ég að fá læra enn eitt skilyrðið til að vera elskuð, deyja aðeins meira inn í mér.
En í dag er sem betur fer staðan önnur, við erum ekki bara kærustupar, heldur er hann líka besti vinur minn. Hann á líka fortíð og reynslu sem hefur kennt honum að standa með sér. Við ákváðum því í upphafi að við myndum ræða saman um allt sem kæmi upp og stórir bleikir fílar eru ekki í boði í sama rými og við (bleikur fíll = það sem er ósagt). Heiðarleiki, hreinskilni og virðing, ásamt þakklæti og kærleika er það sem við förum með inn í hvern dag.
Þegar upp koma augnablik þar sem annað okkar er minnt á eitthvað sem er enn brotið og á eftir að heila, þá höfum við hvort annað, getum rætt hlutina og heilað þá.
Við mannfólkið lærum af reynslunni og rökhugsun okkar byggist mikið til á henni. Við gefum okkur líka gjarnan að einhver vilji þetta eða hitt án þess að spyrja, því samfélagið einhvern vegin segir að það sé eðlilegt. En það er samt ekki algilt að reynsla og að líta til annarra sé endilega svarið. Þannig ætlast umhverfið einhvern veginn til að eitthvað gerist miðað við það sem það þekkir og setur ómeðvitaða pressu á viðkomandi. Þessi pressa getur orðið að mjög neikvæðri upplifun ef hjartað segir annað og brotist út á skemmandi hátt ef ekki eru allir í meðvitund.
Á ákveðnum tímapunkti í sambandinu upplifði annað okkar t.d. mikla pressu, sem snérist um að við myndum taka sambandið á næsta stig. Vinir, kunningjar, greinar í fjölmiðlum sögðu að þetta væri normið. Þessi pressa hafði þau áhrif að það varð árekstur á milli okkar. Ómeðvitað kom hvellur út frá pressu um að gera eitthvað sem hvorugt okkar var tilbúið til, einfaldlega af því að samfélagið ómeðvitað myndaði pressuna og annað okkar gaf sér að hitt vildi það líka.
Þessi árekstur var sár en sem betur fer gátum við rætt saman af hreinskilni og heiðarleika og komumst að því að við vorum bæði á sama stað þegar við skoðuðum hvað hjörtun okkar sögðu.
Bleikir fílar geta alltaf birtst í samböndum og það er okkar að læra að horfast í augu við þá og losa okkur við þá jafnóðum, því annars geta þeir valtrað yfir okkur og sambandið sem við erum í, með skelfilegum afleiðingum. Á hinn bóginn verður sambandið enn sterkara og þið nánari ef þið vinnið úr hlutunum saman af kærleika og virðingu.
Hversu erfitt sem það er, er alltaf betra að ræða málin við þá sem skipta okkur máli. Ósagðir hlutir geta skemmt allskonar sambönd við fólk, ekki bara ástarsambönd, og það er óþarfi. Við megum aldrei gefa okkur að öðrum finnist eitthvað eða taka ákvarðanir fyrir okkur sjálf út frá ómeðvitaðri pressu úr samfélaginu. Hlustum á hjartað okkar og treystum okkur sjálfum fyrir því hvaða ákvarðanir eru teknar.
Hlustum eftir því hvað hjartað okkar eða innsæi segir, við getum fundið að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Við erum öll með þennan áttavita sem getur hjálpað okkur í gegnum lífið.
Ef einhverjar erfiðar tilfinningar koma upp hjá okkur varðandi samband, spyrjum okkur hvort það virkilega snúist um hinn aðilann eða eitthvað brot inn í okkur sem þarf að heila.
Ræðum það sem er erfitt að ræða, ekki sleppa því, aldrei! Því við vitum aldrei hvenær þetta brýst upp á yfirborðið og skemmir hugsanlega samband sem við viljum ekki að skemmist.
Ef þú talar frá hjartanu og af heiðarleika og virðingu særir þú ekki, sama hvað það er sem þér liggur á hjarta.
Verum meðvituð - komum fram við aðra af kærleika, virðingu og heiðarleika. Hlustum með virkri hlustun á hvert annað og virkilega sýnum hvert örðu hvað metum hinn aðilann. Verum við sjálf og stöndum með okkur, mætum öllum þar sem þeir eru með samkennd og virðingu, alltaf!
Ef þig vantar aðstoð við að vera meira í meðvitund og hlusta á hjarta þitt og þora að fara eftir því, þá gæti þerapían ,,Lærðu að elska þig" verið eitthvað fyrir þig.
Smelltu á linkinn ef þú vilt læra að elska þig skilyrðislaust og bókaðu 30 mín. kynningartíma á þerapíunni Lærðu að elska þig með mér: https://calendly.com/bjorkben/30-min-kynningartimi
Kærleikur
Björk Ben
P.s. þessi pistill sem og aðrir eru skrifaðir út frá mér og þeim fræðum sem ég er að kenna. Þessi skrif eru á engan hátt gerð til að ásaka eða særa aðra, sækjast eftir vorkun eða athygli á mig sem einstakling. Heldur er ég að vonast til að einhverjir tengi við það sem ég skrifa og það geti hjálpað þeim á einhvern hátt.
댓글