Upplifir þú tómleika sama hvað þú áorkar?
- Björk Ben
- Jul 29, 2023
- 4 min read

Þú nærð hverju markmiðinu á eftir öðru en samt er alltaf eins og það vanti eitthvað...
Þú stendur þig vel í vinnunni og setur þér markmið, þú ert vel metin og þú færð hrós fyrir það sem þú gerir.
Þú ert í góðu sambandi og þér líður yfirleitt vel með maka þínum.
Þú átt áhugamál og hefur afrekað ýmislegt í sambandi við það.
En samt er alltaf eins og eitthvað vanti....það er sama hvað þú reynir, það sem þú afrekar er ekki nóg.
Þú upplifir ánægju með þig þegar þú færð hrós fyrir það sem þú gerir vel en þú hún endist stutt.
Þú þarft að setja þér nýtt markmið, segja öðrum frá því, og halda áfram.
Hring eftir hring, aftur og aftur, þú setur þér markmið og þú setur þér verkefni sem stuðla öll að því að sækjast eftir viðurkenningu.
Viðurkenningu frá þér eða öðrum á einhvern hátt. Af hverju þarftu það?
Hvaðan kemur þetta tómarúm sem þú ert alltaf að reyna að fylla í?
Borðarðu kannski meira til að fylla upp í það?
Drekkurðu kannski áfengi til að fylla upp í það?
Hleypirðu kannski til að fylla upp í það?
Við erum drifin áfram af þeim hvata að fá viðurkenningu, svo við upplifum að við séum nógu góð á einhvern hátt. En það varir svo stutt og það er svo erfitt að lifa undir þessari pressu.
Pressunni sem við setjum okkur til að öðlast viðurkenninguna.
Ert þú orðin leið/leiður á að eltast við þessar viðurkenningar?
Langar þig að komast undan þessari pressu en þú veist ekki hvernig?
Hvernig væri að þurfa ekki að reyna að uppfylla væntingar annarra endalaust, til að fá viðurkenningu?
Getur verið að ástæðan sé sú, þó það sé kannski erfitt að viðurkenna hana, að þér finnist þú ekki nóg?
Ég þekki þetta tómarúm sjálf eins og flestir.
Ég er tölvunarfræðingur og var í góðu starfi, var vel metin í starfi og gekk vel, en það var alltaf tómarúm innra með mér sama hvað ég stóð mig vel.
Ég átti heima í stóru húsi átti flottan bíl og ferðaðist helling en samt vantaði alltaf eitthvað, það var alltaf eitthvað tómarúm.
Ég hélt að hamingja mín, lægi í því að áorka eitthvað, ná markmiðum mínum og gera meira og meira. En ég áttaði mig á því, þegar ég fór að vinna í mér sjálfri, að það var ekki svarið. Innst inn í mér fannst mér ég ekki nógu góð. Ég elskaði mig ekki skilyrðislaust. Ég var að reyna að bæta mig upp með allskonar, sem var í raun flótti frá sjálfri mér.
Hvað þýðir að vera nóg?
Þegar þú upplifir að þú sért nóg, líður þér vel í eigin skinni, þú þorir að vera þú og þú þarft ekki að sanna neitt fyrir neinum.
Málið er að heimurinn sem við búum í, ýtir okkur stanslaust út í að bera okkur saman og dæma okkur sjálf og aðra. Við metum fólk út frá því, við hvað það starfar, hvernig það býr og hvað það hefur gengið í gegnum í lífinu. Við höfum þörf fyrir að finnast við betri en einhver annar og lítum gjarnan upp til þeirra sem hafa hæst og ber mest á, því miður.
En málið er að þetta eilífa kapphlaup við að vera nóg fyrir aðra en okkur sjálf mun aldrei taka enda.
Við eigum að geta verið við sjálf, haft okkar eigin skoðanir og þorað að koma fram sem við sjálf, en ekki eins og við höldum að aðrir vilji að við séum. Þora að sýna okkar eigin persónuleika.
Innra með okkur öllum býr sál, sál sem þráir að fá athygli og ást, ást frá okkur sjálfum. Við getum tengst okkar sál í gegnum hjarta okkar á ofureinfaldann hátt, en einhverra hluta vegna erum við hrædd við það. Það er einhvern veginn öruggara að vera í hlutverki sem passar inn, þar sem við erum hverju sinni.
En óhamingja og vanlíðan liggur einmitt í þessu, þegar við þorum ekki að vera við sjálf, erum ekki nóg eins og við erum.
Þetta tómarúm innra með þér, er ekki af því þig vantar nýja peysu eða nýtt markmið, það er af því að þú ert ekki í tengingu við þig – Hið sanna þig, sálina þína sem þráir að vera séð og eina leiðin til að fylla það er að tengjast henni. Að elska sjálfan sig, þora að vera maður sjálfur án einhverra takmarkanna.
Síðan ég fór að vinna í mér, lærði að ég væri nóg og fór að leyfa mér að vera ég sjálf, hefur lífið verið svo miklu auðveldara, afslappaðara og ég er svo miklu hamingjusamari. Ég veit líka betur hvað ég vil og leyfi mér að taka pláss og koma fram sem ég.
En ég varð ekki NÓG á einni nóttu. Fyrsta skrefið var að átta mig á að mér fannst ég ekki vera nóg og stærsta skrefið var að viðurkenna það fyrir sjálfri mér og fyrirgefa mér sjálfri fyrir að koma svona fram við sjálfa mig. Því málið er að þegar við erum við ekki við sjálf, erum við að sýna okkur sjálfum vanvirðingu.
Þessi vinna tók tíma en með góðum stuðningi, lærði ég aðferðir til að komast á þann stað að finnast ég vera nóg. Ég lærði að vera mun meira meðvituð, hlusta á hjarta mitt, standa með mér og koma fram af heilindum.
Ég vildi óska að ég gæti tekið töfrasprota og hjálpað öllum í heiminum að finnast þeir nóg. En þar sem ég á ekki þannig töfrasprota hef ég sett saman 12 vikna námskeið þar sem ég hjálpa þeim sem vilja og þora að vera þeir sjálfir og elska sig skilyrðislaust, samþykkja sig og upplifa að vera nóg.
Ef þú hefur áhuga á að koma á þetta námskeið, þá má ég til með að segja þér að næsta námskeið hefst 9.sept. 2023 og það væri mér sönn ánægja að hafa þig með á því námskeiði. Ég er í óða önn að undirbúa námskeiðið en ég á enn eftir að hækka á því verðið, síðan síðast.
Verðið mun hækka 1.ágúst svo ég hvet þig til að skrá þig sem fyrst ef þú hefur áhuga á að vera með.
Lestu allt um námskeiðið hér: https://bjorkbenstudio.com
Comentários