top of page
Search

Nágrannaerjur - aðstæður sem næra vanlíðan

Vinkona mín sagði mér hún ætti ómögulegan nágranna, það bærist svo mikill hávaði frá þeim að það væri ekki hægt að njóta sín í garðinum hjá henni. Hún sagði mér að hún og maðurinn hennar væru búin að kæra hann fyrir girðingu sem liggur á lóðarmörkunum. Ég spurði hana þá: „Nú var ekki bara fínt að hann girðir sig af frá ykkur ?“

Þá varð hún skrítin og sagði: „Ja, hann byrjaði að vera með læti og að taka ekki tillit til okkar“. Ég spurði hana þá hvert er markmiðið eða ásetningurinn með því að vera í stríði við þennan nágranna. Hún gat ekki svarað því.


Vanlíðan stýrir oft hvernig við högum okkur

Þegar okkur líður illa, er mjög líklegt að inn í okkar líf komi aðstæður sem eru til að hjálpa okkur að halda áfram að líða illa. Einfaldlega af því að við löðum að okkur það sem við sendum frá okkur.

Við hættum að sjá af hverju við erum að þessu

Stundum hreinlega festumst við í svona aðstæðum eins og þessum þar sem við sjáum ekki lengur einu sinni tilganginn með því í að halda í þær, því öllum líður illa í þeim.

Þegar löggan eða lögfræðingur komin í málið

Þetta getur oft byrjað sem lítilsháttar pirringur sem endar í lögreglumáli eða lögfræðingskostnaði hreinlega af því að fólki líður illa og það nærir vanlíðan með því að halda áfram að gera meira til að næra aðstæðurnar.

Neikvæð orka meiri vanlíðan

Því lengur sem við erum í þessum aðstæðum og látum þær næra orkuna okkar verður orkan okkar dekkri og okkur alltaf ver með sjálf okkur en við áttum okkur ekki á því og beinum því að þeim sem er með okkur í aðstæðunum.

Bíddu af hverju er ég að þessu ?

Það er mjög hollt að spyrja sig: „Hvaða markmiði er ég að reyna að ná hér, og á það rétt á sér ?“

Í sögunni um vinkonu mína, verður maður fljótur að sjá að það mun líklega ekki takast að þau fái ró og frið í garðinum sínum með því að vera í stríði við hann. Þvert á móti þá verður sennilega orðið svo ómögulegt að vera í garðinum að hann verður ekki notaður, einfaldlega af því að það að fara út í garð kveikir á vanlíðaninni sem verið er að næra.

Hverju ætlaði ég að breyta ?

Síðan er líka nauðsynlegt að spyrja sig: „Hvaða ástening hef ég með því að pirra mig á þessu ?“ Er þetta virkilega eitthvað sem ég ætla að setja orkuna mína í, í stað þess að leiða þetta framhjá mér og senda kærleika á nágrannan. Senda allt aðra orku þangað sem er til þess fallinn að fá frekar sömu orku til baka eða í það minnsta hann hættir að fara í taugarnar á okkur.

 
 
 

Comments


bottom of page