top of page
Search

Leyndarmálið á bak við að láta ástarsamband endast



Raunveruleg ástæða fyrir því að þú upplifir særindi við maka þinn


Ef þú ert að upplifa særindi í þínu sambandi og þú ert viss um að maki þinn eigi sök á því, er þessi grein algerlega fyrir þig.


Byrjum á að þú spyrjir þig nokkurra spurninga:

  • Áttu erfitt með að sættast og halda áfram með sambandið eftir rifrildi við maka þinn ?

  • Geturðu sæst og fallist í faðma við maka þinn strax eftir ágreining, eða upplifirðu að þú þurfir að halda smá fjarlægð í bili ?

  • Ef maki þinn reynir að nálgast þig á ný, ertu í vörn eða heldurðu aftur af að sýna hvað þú ert hrifinn af honum ?

  • Er hluti af þér sem finnst að þú ættir ekki að gefa eftir, svona auðveldlega, eftir ágreining og finnst þér jafnvel að maki þinn þurfi að vinna fyrir því að þú komir til baka að fullu ?

Ef þú tengir við eitthvað af þessum spurningum á þann hátt að svarið var já, þá átt þú erfitt með að sleppa tökunum á sársaukanum. Þú átt erfitt með að komast yfir það sem maki þinn sagði eða gerði eða gerði ekki. Þú upplifir að vera ekki elskuð/elskaður, og það er sárt. Og þú ert klárlega ekki tilbúin að fyrirgefa.


Nú ætla ég að segja þér svolítið sem gæti verið erfitt fyrir þig að meðtaka og viðurkenna, en er mjög mikilvægt að þú áttir þig á og þannig getur þú komist frá því að upplifa það sem þú ert að upplifa og sambandið ykkar verður betra.


Og einmitt þess vegna ættir þú að lesa áfram, ég get líka sagt þér að ég veit að eigin raun að þetta er rétt!


Af hverju ertu svona sár ?


Hér kemur skellurinn: það eru allar líkur á því að maki þinn hafi ekkert að gera með af hverju þér líður svona illa eins og þér líður.


Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar við erum sár út í einhvern og viss um að það er við annan að sakast en okkur og við eigum erfitt að sleppa því, þá erum við að upplifa speglun á okkar líðan. Við erum að fá tækifæri til að heila eitthvað innra með okkur sem við höfum ekki heilað. Við höldum að sársaukinn sé einungis tengdur því sem gerðist í samskiptum okkar við makann en hann snýst í raun um eitthvað allt annað.


Speglun gerist þegar við kennum maka okkar um gamlan sársauka. Við gerum það ekki meðvitað. Ágreiningur vekur upp óuppgerðan sársauka úr fortíðinni, oft alla leið úr æsku eða úr fyrri samböndum.

Þú upplifir að það sé eins og maki þinn eigi sökina, af því að það er hann sem gerir eitthvað sem kveikir á honum og þú áttar þig ekki á, að hann er að kveikja á einhverju miklu dýpra og eldra.


Svona speglun kemur í veg fyrir að við áttum okkur á rótinni af sársaukanum.


Þegar þú ert viss um að þetta er maka þínum að kenna, sérðu ekki hvernig þetta getur verið eitthvað úr fortíðunni. Það er mjög eðlilegt, en þegar þú skoðar betur líðan þína, þá getur þú séð að þú þekkir þessar tilfinningar sem koma upp alltof vel, þú hefur upplifað þær oft áður og þær voru því ekki að koma í fyrsta skipti núna þegar maki þinn kveitki á þeim.


Ef við áttum okkur ekki á að þessi speglun er í raun gamall sársauki sem við þurfum að heila, erum við að upplifa sama mynstrið aftur og aftur, sama þótt þú hættir í núverandi sambandi og farir í annað, þá mun þetta mynstur halda áfram og sami sársauki koma upp sí endurtekið. Þannig nærð þú ekki að sleppa tökunum á því sem gerist, því þú heldur fast í að það hafi verið það sem kveikti á sársaukanum sem olli honum. Þetta getur skemmt sambandið við makann þinn án þess að það sé ástæða til í raun.


Afhverju núna ?


Þú varst kannski ekki í sambandi lengi áður en þú fórst inn í þetta samband, þú ert búin að vera vinna helling í þér og þú veist alveg hvað þú vilt. Þá getur verið erfitt að skilja afhverju þetta er að gerast núna en ekki bara í sambandi við vini eða ættinga sem þú umgengst mikið.


Málið er að ást og mikil nánd í sambandi vekur upp bæði það allra besta og allra versta í okkur. Þegar tvær manneskjur fara inn í mjög náið samband sameinast orka þeirra og það verða orkuskipti, sem verður til þess að annað hvort upplifir fólk eitthvað sem það hefur ekki upplifað áður í bliss og hamingju eða að allt fer á versta veg.


Ástæðan fyrir þessu er sú að í svona nánum samböndum, þar sem tvær manneskjur virkilega gefa hvort annað algerlega og opna sig mjög mikið, vaknar óttinn við að vera of náin einhverjum og missa sjálfstæði sitt og óttinn við að vera skilin eftir einn og þurfa að vera algerlega á eigin fótum og hafa engann.


Þetta tvennt er það hræðilegasta sem nokkur maður óttast innst inni.


Flestir geta verið í þó nokkuð mikið nánu sambandi og geta verið þó nokkuð sjálfstæðir og einir. Mjög fáir vilja vera algerlega einir eða vera algerlega ósjálfstæðir í sambandi sínu.



3 leiðir til að vita hvort þú ert að verða fyrir speglun


Fyrst skulum við skoða hvernig speglun birtist og líðanin sem fylgir henni:


1. Viss um að þú hafir rétt fyrir þér:

Þegar þú ert í speglun, ertu alltaf 100% viss um að þú hafir 100% rétt fyrir þér varðandi hvað er í gangi og að maki þinn eigi sökina. Þú upplifir reiði og þú gætir jafnvel sýnt maka þínum ógnandi hegðun.


2. Upplifir að þú sért fórnarlamb:

Ef það þarf ekki meira en lítin ágreining til að þú upplifir mikil særindi og þú upplifir jafnvel sorg, þá ertu að spegla fortíðina þína yfir á maka þinn. Kannski upplifirðu ekki nóga ást og umhyggju frá foreldrum þínum eða þú upplifðir sem barn í skóla, að einhver annar gerði eitthvað á þinn hlut og komst upp með það.


3. Upplifir að þetta sé upp á líf eða dauða:

Hefurðu einhvern tímann upplifað fáranlega mikinn kvíða eða fengið hálfgert áfall þegar þú hefur rifist við maka þinn og þú verðir að leysa þetta mál strax ? Þörfin fyrir að leysa ágreininginn hér og nú er merki um að þú ert líklega að endurupplifa óuppgerð áföll úr fortíðinni.


Hér skal sagt að það er aldrei í lagi að skýla sér á bakvið speglun þegar ofbeldi á sér stað. Speglun er eitthvað sem á að nýta til að átta sig á að það er eitthvað óuppgert sem þarf að skoða en ekki í lagi að nota sem afsökun fyrir neikvæðri hegðun gagnvart öðrum.


Að heila sársaukann og halda áfram


Samskipti milli maka hafa nánast aldrei bara eina hlið.


Að kenna maka þínum um og sjá ekki þína hlið, kemur í veg fyrir að þú áttir þig á þínum hluta í ágreiningnum. Þú ert að fá tækifæri til að gera upp gamlan sársauka. Heila þig.


Svona speglun er í raun eins og fangelsi. Þú ert sífellt að endurupplifa sama sársaukann aftur og aftur, en mismunandi hlutir sem vekja hann upp. Þú ert föst eða fastur í hringrás sem þú hefur enga stjórn á.


Á endanum eru allar líkur á því að ástin láti í lægri hlut gegn þessu endurtekna mynstri.


Þegar við heilum þennan sársauka getum við loksins haldið áfram og opnað hjarta okkar betur fyrir skilyrðislausa ást án þess að vera hrædd um sjálfstæði okkar.


Það þarf að skoða hvaða sársauki er að koma upp, flest okkar upplifa í æsku einhverskonar tilfinningar í kringum að vera ekki nóg góð á einhvern hátt. Sem getur einmitt verið það sem er að koma upp aftur og aftur.


Það fyrsta sem þú skalt gera er að ræða við maka þinn eða einhvern annan sem þú treystir eða fagaðila og lýsa því hvernig þér líður, ræða um hvaða tilfinningar eru að koma upp og reyna að tengja þær við atburði úr fortíðinni.


Trúðu mér bara það að ræða um þetta, getur veitt þér ótrúlega mikla heilun. Þú hefur líklega ekki fengið tækifæri til að ræða um tilfinningar þínar áður og þess vegna upplifir þú að það sér erfitt, vilt frekar fara í burtu og hugsa málið.


En ef þú gerir það, hugsaðu þá um tilfinningarnar sem koma upp en ekki hvað gerðist í nútíðinni. Getur verið að þessar tilfinningar séu gamalkunnar og hafi áður komið upp í fyrri samböndum eða atvikum ?


Það er ótrúlegt vald sem maður fær til að heila sjálfan sig með að átta sig á rót tilfinninga. Það getur verið nóg að bara átta sig á hvar maður lærði að maður væri ekki nógu góður, eða ætti ekki allt það besta skilið, og þá getur maður meðvitað heilað það og losað sig við þá tilfinningu.


Með HUH – Hröð umbreyting á hugsanamynstri getur þú t.d. losað þig við gamlan sársauka sem heldur þér í mynstri sem þig langar ekki að vera í og lýst er hér fyrir ofan.


Kíktu á https://bjorkben.com/huh og lestu allt um HUH, frír 30 mín. kynningartími í boði.


 
 
 

Comments


bottom of page