top of page

Hvert sem þú flýrð, ert þú, ennþá með þér!



Hvert sem þú flýrð, ert þú, ennþá með þér!

 

María var glöð þegar hún kom til mín í fyrsta tíma, hún sagðist vera frjáls. Hún sagðist gera það með því að skuldbinda sig ekki öðrum. Ekki verða of náin neinum. Að þá geti hún gert það sem hún vildi og farið þangað sem hún vildi.

 

Hún var ný hætt í sambandi sem hafði ekki enst lengi, hann var ómögulegur og þetta var orðið leiðinlegt bara. Hún batt því enda á það og var strax farin að skoða sig um á ný.

 

Þrátt fyrir að vera glöð og frjáls eins hún sagði, langaði hana að finna sér góðan kærasta, langaði að vera í sambandi sem entist, þess vegna ákvað hún að leita sér hjálpar og reyna að skilja hvað var í gangi, og pantaði tíma hjá mér.

 

Hún sagði mér að þessi sambönd sem hún ætti að baki hefðu verði þannig að fyrst gengi allt vel, mikil ást og nánd og góð samskipti, en svo skildi hún ekki hvað gerðist, hann fór að verða of ástfanginn, eitthvað svo væminn og þurfandi og hún ákvað að forða sér, sleit sambandinu.

 

Fyrir henni var þetta hið sanna frelsi, að geta farið þegar hún vildi, að geta staðið með sér og farið. Hún þurfti sko ekki neinn. Hún stjórnaði sínu lífi og var frjáls.

 

En málið er að sama hvert ÞÚ ferð, þú ertu ennþá með þér. Allar tilfinningar þínar, ótti og vanlíðan eru ennþá með þér, ÞÚ ert ennþá með þér.

 

Það er ekki fyrr en þú sættir þig við, að þú getur ekki flúið tilfinningar þínar og ferð að viðurkenna þær og vinna með þær, sem þú getur upplifað alvöru frelsi.

 

Þú getur heldur ekki sótt hamingju til annarra en til þín. Þú gætir jú upplifað stundar ánægju eða hamingju með því að demba þér í nýtt samband, en það mun ekki endast nema þú hafir lært að takast á við tilfinningar þínar.

 

Þegar við erum á flótta eins og María, kennum við öðrum um okkar eign óhamingju og vanlíðan, það er svo miklu auðveldara að kenna öðrum um að samband gangi ekki en okkur sjálfum. Við jafnvel skemmum samband til að komast í burtu en kennum samt hinum um það.

 

Þessi hegðun stjórnast af okkar eigin ótta, ótta við að takast á við vanlíðan okkar og neikvæðar tilfinningar sem hafa fengið að búa innra með okkur lengi, lengi.

 

Auðvitað skiptir líka máli hvernig umhverfi við erum í og að okkur líði vel þar sem við erum, en það getur enginn annar við sjálf borið ábyrgð á að gera upp okkar eigin vanlíðan. Þótt við förum úr aðstæðum þar sem við upplifum vanlíðan, er mjög líklegt að við upplifum svipaða vanlíðan annarstaðar, einfaldlega af því að vanlíðanin er innra með okkur en ekki í aðstæðunum sjálfum.

 

Hluti af því að þroskast tilfinningalega er að geta verið með sjálfum sér, í vanlíðan, í stað þess að flýja á nýjan stað. Viðurkenna að svona líður mér núna og vinna úr því, í stað þess að reyna að flýja, því það er ekki hægt.

 

Á endanum verðum við líka þreytt á að flýja endalaust, því þetta verður svo endurtekið mynstur og við fáum alltaf minni og minni gleði og næringu út úr þessum vítahring sem við festumst í.

 

Hvernig væri að brjótast út úr þessum vítahring og brjóta upp þetta mynstur, þora að vera þú og takast á við þessar tilfinningar. Upplifa loksins alvöru frelsi og hamingju sem endist?

 

Við fáum ekki öllu ráðið í okkar lífi, en við fáum að taka ákvarðanir og velja. Alvöru frelsi er að vera í meðvitund og skapa sitt eigið líf, byggja upp eitthvað sem maður vill ekki yfirgefa og þarf ekki að flýja.

 

Annað dæmi um flótta er fíkn sem birtist í allskonar hegðun. Margir sækja í áfengi, sumir hafa kaupfíkn. Þetta er í raun alveg það sama og áður, viðkomandi er að flýja sína eigin innri líðan, í stað þess að takast á við hana.

 

Sigrún var gift og búin að vera í hjónabandi í 15 ár, hún var gift Guðjóni sem drakk alla daga en viðurkenndi það alls ekki. Hann lofaði alltaf að hætta að drekka en virtist ekki geta það.

Sigrún sjálf var með kaupfíkn og eyddi umfram það sem var til fyrir á visa kortinu sínu. Guðjón skammaði hana fyrir að eyða svona miklu og hún lofaði að bæta sig en einhvern veginn gat hún það ekki.

 

Sigrún keypti og Guðjón drakk bjór, þau földu fyrir hvoru öðru hvað þau gerðu. Eftir því sem hún keypti meira og hann drakk meira, varð meiri þögn í sambandinu og spennan magnaðist, þau voru sífellt í ótta um að hitt kæmist að því hvað væri í gangi, og þessum ótta fylgdi líka skömm, skömm sem var svo vond og olli vanlíðan.

 

Þessa skömm höndluðu þau bara með því að kaupa meira og drekka meira og reyna þannig að deyfa sig. Þetta var því vítahringur sem endaði með sprengingu, þegar Sigrún fann bjórdósirnar í bílskúrnum eða Guðjón sá visa reikninginn. Þau tókust á, lýstu því hvað þau væru sár út í hvort annað og svo sættust þau. Hún lofaði að kaupa minna og hann lofaði að drekka minna. En svo hófst það allt aftur, því innra með þeim voru neikvæðar tilfinningar sem fóru ekkert og voru aldrei ræddar.

 

Hvorugt þeirra þorði út úr sambandinu. Henni fannst hún ekki geta það, því hún kunni ekki að fara með peninga að hennar mati og hann þurfti á henni að halda, því skömmin við að skilja var of mikil, að mistakast í hjónabandinu. Þau voru fórnarlömb að þeirra mati, fannst þau ekki bera ábyrgð á þessu ástandi en sáu alls ekki hvernig þau ættu að komast út úr því.

 

Þau ákváðu að fara til Tene í sumar. Það var geggjað að hafa eitthvað til að hlakka til. Það var líka leið til að hugsa ekki um vanlíðanina á meðan. En því miður þegar ferðalagið kom varð það vonbrigði, hann var of drukkinn og hún verslaði of mikið.

 

Þú áttar þig örugglega á afhverju? Jú þeim leið alveg eins þegar spennan og til hlökkunin við að fara í ferðalagið var farin. Sama vanlíðan og áður.

 

Ert þú að tengja við þetta?

 

Ert þú á einhverskonar flótta?

 

Er vanlíðan innra með þér, sem er að aftra þér frá þvi að lifa hamingjusömu lífi.

Hefur þú tekist á við tilfinningar þínar?

 

Vissir þú að flest allir læra sem börn eitt til allt af eftirfarandi:

Ég er ekki nóg

Ég á ekki skilið

Ég er öðrvísi

 

Það eru því mjög líklegt að þú sért að eiga við eitthvað af þessu þrennu ef þú hefur ekki unnið með tilfinningar þínar og lært að viðurkenna þær og sleppa tökunum á þeim.

 

Í lok janúar ætla ég að vera með frítt 3ja daga námskeið sem þú gætir haft áhuga á, ef þú ert tilbúin að skoða þínar tilfinningar og breyta þínu lífi.

Upplifa frelsi og þora að vera þú!

 

Lestu allt um fría námskeiðið mitt hér: https://bjorkbenstudio.com

76 views

Recent Posts

See All
bottom of page