top of page

Hvaða vitleysu lærðir þú um þig?



Úff hvað tíminn líður hratt :o !!

 

Dagar, vikur æða hjá og ég er flesta daga að gera það sama og flest það sem ég geri er fyrir aðra en mig.

 

Ég ætlaði að byrja árið vel og svo er hálfur mánuður liðinn nú þegar, en ég er ekki byrjuð að borða hollara né mæta í yoga tímana sem ég var búin að lofa mér að gera.

 

Ég mætti einu sinni í ræktina, fékk harðsperrur svo ég ákvað að fara ekki strax aftur, það er liðin vika nú þegar og ég veit ég ætti að vera mætt aftur.

 

En einhvern veginn gerist það ekki. Hvað er í gangi, afhverju fer þetta svona?

 

Ég spyr mig: ,,Af hverju get ég ekki sett mig í forgang og gert hluti fyrir mig eins og aðra?“

 

Gunna er miður sín, hún missti sig á vinkonu sína í gær, hún veit ekki hvað gerðist en vinkona hennar hafði spurt hana: ,,Ertu þreytt?“ og einhverra hluta varð Gunna reið og missti sig á hana. Hún sér eftir því og skammast sín, hún rífur sig niður og skilur ekki.

 

Hún spyr sig: ,,Af hverju missti ég mig út ef einni lítilli spurningu sem ég þurfti ekki einu sinni að svara?“

 

Gunnu kvíður fyrir að hitta vinkonu sína, hana langar að segja fyrirgefðu en finnst það erfitt. Hún vill ekki missa hana, en það er bara eitthvað of erfitt að segja fyrirgefðu.

 

Hún spyr sig: ,,Af hverju missti ég mig og afhverju er svona erfitt að segja fyrirgefðu?“

 

 

Magnea ætlar að vera heima á í dag, það er sunnudagur og hún á það skilið að liggja bara upp í sófa og slaka á. Hún ætlar að taka hugleiðslu og lesa uppbyggilega bók um hversu mikilvægur svefn er.

 

Síminn hringir, það er dóttir hennar sem er í símanum. ,,Mamma geturðu passað fyrir mig á eftir? Vinkona mín var að bjóða mér á kaffihús og mig langar svo að fara með henni.“ Magnea svarar: ,,Já auðvitað, þú þarft að gera eitthvað fyrir þig góða mín“.

 

Eftir samtalið finnur Magnea fyrir hnút í maganum. Hún reynir að bæla hann niður. En hann vill ekki fara. Hún áttar sig á að hún hefði átt að segja nei við dóttir sína. Hún virkilega þarf á því að halda að eiga einhvertímann frítíma fyrir sig. Hún reynir að sannfæra sig um að hún sé að gera þetta af því hún er svo góð mamma og amma. En innst inni finnur hún að hún er ekki sátt við sig. Hún finnur að hún hefði átt að segja nei. Hún passar flestar helgar fyrir dóttir sína.

 

Magnea spyr sig: ,,Af hverju sagði ég ekki nei?, Af hverju þorði ég ekki að segja nei?“

Ert þú að tengja við eitthvað af þessu hér fyrir ofan?

 

Þegar við erum börn lærum við 1 til 3 af eftirfarandi um okkur sjálf:

-       Ég er ekki nóg og mínar þarfir skipta ekki eins miklu máli og annarra.

-       Ég á ekki skilið að ég standi með mér, ég stend með öðrum.

-       Ég er öðrvísi og minna virði en þeir sem eru í kringum mig.

 

Ég þori að fullyrða að enginn sleppur við að læra eitthvað af þessu þremur. Málið er að börn halda að heimurinn snúist um sig og túlka allt út frá því. Þau mistúlka því oft það sem gerist og þau eru heldur ekki með þann tilfinningalega þroska til að skilja að allir eru nóg eins og þeir eru og eiga það besta skilið, þrátt fyrir að vera öðrvísi.

 

Á fría námskeiðinu mínu ,,Hvað í ósköpunum kom fyrir þig“ mun ég hjálpa þér að skilja þig betur. Skilja betur af hverju þú ert eins og þú ert. Hvað það var sem þú lærðir sem barn og hvernig þessi trú þín er föst innra með þér þar til þú vinnur meðvitað með að losa þig við hana.

 

Þú ert ekki brotin eða dæmd/-ur til að vera í því mynstri sem þú ert í, í dag. Þú getur breytt þínu lífi, þú getur breytt þinni trú, þínum sannleika. Þú hefur ótrúlega mikla hæfileika og getu til að lifa frábæru lífi.

 

Þú berð ekki ábyrgð á því sem þú lærðir eða upplifðir í æsku, en þú berð ábyrgð á að losa þig undan áhrifum þess þegar þú ert orðin fullorðin/-n.

 

 ,,Hvað í ósköpunum kom fyrir þig“ er 3ja daga FRÍTT námskeið sem ég ætla að halda í lok janúar. Þú getur lesið allt um það hér: https://bjorkben.lpages.co/

Ef þú ert þegar búin að skrá þig, þá hvet ég þig til að skrá þig í Facebook hópinn sem fylgir námskeiðinu. Þar eru nú þegar komnar af stað skemmtilegar umræður og fróðleikur tengdur námskeiðinu.

 

Með kærleika

Björk Ben

37 views

Recent Posts

See All
bottom of page