top of page

Dæmir þú aðra ?

Writer's picture: Björk BenBjörk Ben

Vissirðu að það er vísbending um sársauka innra með þér ?




Tekur þú eftir því að þú átt það til að dæma aðra í laumi ?


T.d. systir þín segir þér að hún hafi keypt nýjan bíl og þú hugsar, ,,Hún hefur nú ekki efni á að kaupa nýjan bíl á hennar launum. Hún kann ekkert með peninga að fara.“


Eða maki þinn skilur eftir skítugt glas og disk í vaskinum áður en hann fer að hitta vini sína og þú hugsar, ,,Hann er svo latur og mikill sóði. Alltaf þarf ég að gera allt.“


Yfir daginn, alla daga, ertu að gagnrýna og dæma aðra í eigin huga.


,,Vinnufélagi minn er eitthvað skrítin, nágranni minn er með of mikinn hávaða, vinur minn er svo sjálfhverfur að hann er alltaf að setja myndir af sér á samfélagsmiðla.“.. o.s.frv.


En hvað merkir þetta allt ?


Ertu umkringd fólki sem er alveg ómögulegt ?


Er samfélagið að fara til fjandans ?


Eða eru þessi dómharka kannski eitthvað miklu dýpra og í raun segir svolítið merkilegt um þig ?


Hvernig samskipti þín og sambönd við aðra eru ýtir upp á yfirborðið einhverju sem þú þarft að heila hjá þér.


Þegar þú gagnrýnir og dæmir aðra eða upplifir að einhver stuði þig eða ýti á einhvern sársauka hjá þér (trigger), er nánast öruggt að viðkomandi er að ýta upp á yfirborðið sársauka sem þú þarft að vinna með, sem er innra með þér og hefur ekkert með viðkomandi að gera.


Þá sökum við aðra um þá hluti sem við viljum ekki horfast í augu við eða höfnum hjá sjálfum okkur.


Svona virkar þetta...


Segjum sem svo að þú hafir upplifað höfnun í æsku, eins og svo margir hafa gert. Og þú hefur ekki gert þér grein fyrir því ennþá og unnið þig út úr því og heilað. Og því óttast þú að verða hafnað aftur.


Það er mjög líklegt að þú vitir ekkert um þennan ótta. Og þú áttar þig kannski ekki á því að þegar þú upplifir að aðrir séu ómögulegir á einhvern hátt, sé það af því að þú ert með þessa höfnunartilfinningu fasta innra með þér síðan þú varst barn.


Undirmeðvitund þín heldur á þessum ótta og man eftir upplifuninni um að vera hafnað. Þessi ótti mun birtast aftur og aftur á sama máta þar til þú ert tilbúin að horfast í augu við hann, viðurkenna þessa vondu tilfinningu og sleppa svo tökunum á henni.


Þú ert því alltaf að fá tækifæri til að heila þetta, en þar sem þú veist ekki hvað er í gangi og tengir þetta ekki við þinn innri ótta, áttarðu þig ekki á því.


Með öðrum orðum, það verða endalaus samskipti eða sambönd þar sem þú upplifir að þessi ótti kemur upp þar til þú vinnur með hann.


Þú munt laða að þér sambönd þar sem hinn aðilinn mun draga sig í hlé, sýnast kaldur, plana að gera hluti með vinum sínum í staðinn fyrir þér, eiga áhugamál sem þú getur ekki eða mátt ekki taka þátt í með honum o.s.frv.


Og í staðinn fyrir að þú horfist í augu við hvað er í raun í gangi innra með þér, mun þessi hegðun verða til þess að þú dæmir eða gagnrýnir neikvætt viðkomandi.


Þú hugsar ekki, ,,Humm...ég finn að ég er hrædd við að hann muni yfirgefa mig og ég verði alein aftur.“


Í staðinn hugsarðu, ,,Hann vill aldrei eyða tíma með mér, hann er að skemmta sér í stað þess að vera heima að hjálpa til, hann er að eyða peningum í spila gólf með félögunum í stað þess að vera heima með mér eða við myndum gera eitthvað skemmtilegt.


Annað dæmi – segjum sem svo að þú lítir á þig sem manneskju með peningamálin í top málum og að þú sért hörku dugleg í vinnu. Þú heldur heimilinu þínu hreinu og bílnum þínum og þú eyðir aldrei um efni fram.


En undir niðri vildir þú óska að þú gætir sleppt allri ábyrgð í smá tíma, sett fæturnar upp í loft og bara notið þess að vera til.


En þú vilt ekki viðurkenna þetta fyrir sjálfri þér. Þetta er bara eitthvað sem þú getur ekki viðurkennt fyrir sjálfri þér, einhverra hluta vegna. Kannski var þér hafnað í æsku fyrir að vera þannig.


Þú munt laða að þér fólk og aðstæður þar sem fólk virðist með allt niðrum sig, óábyrgt og jafnvel sýnir leti.


Og í staðinn fyrir að viðkurkenna að þú sért smá þannig líka, ertu að hneykslast á þeim og hvernig þau eru.


Hvað þarft þú að samþykkja um þig til að elska þig skilyrðislaust ?


Þegar þú vilt ekki eða getur ekki viðurkennt einhverjar tilfinningar innra með þér, er það merki um að þú elskar þig ekki skilyrðislaust.


Og ef þú elskar þig ekki skilyrðislaust muntu aldrei finna fullkomlega innri frið og samþykkja umhverfi þitt.


Þú munt alltaf finna eitthvað til að kvarta yfir, og fólk í þínu lífi mun alltaf virðast ómögulegt á einhvern hátt, því innst inni finnst þér ÞÚ vera ómöguleg á einhvern hátt.


Ef þú getur ekki lært að elska þig og samþykkja þig og tilfinningar þínar, munt þú aldrei geta elskað þig né aðra skilyrðislaust.


Hvernig þetta gjörbreytti mínu lífi


Ég var þannig að ég þráði að vera elskuð og samþykkt af öðrum, en ég sá það ekki, og gagnrýndi t.d. minn fyrrverandi og hann var alveg ómögulegur og bar enga virðingu fyrir mér.


Sannleikurinn var sá, að ég var ekki í sambandi við tilfinningar mínar. Ég var ekki nógu næm til að skilja hvað ég þurfti að heila hjá mér. Þess vegna laðaði ég að mér einhvern sem var fær um að sína mér vanvirðingu, því ég bar ekki fulla virðingu fyrir mér.


Ég var dómhörð á aðra.


Það var ekki fyrr en ég fór í þerapíuna læraðu að elska þig, sem ég áttaði mig á þessu og það var risa stór uppgötvun. Það breytti algerlega lífi mínu að heila þessar tilfinningar og læra að elska mig skilyrðislaust.


Ég hætti að leita eftir viðurkenningu og virðingu frá öðrum og hvernig aðrir eru hætti að trufla mig. Ég hætti að verða reið. Ég hætti að þurfa á öðrum að halda til að finnast ég nógu góð.


Ég hafði uppgötvað eitthvað sem var svo heilandi og ég fann að er svo rétt.


Og ég fann að ég vildi hjálpa öðrum að uppgötva þetta líka.


Svo ég ákvað að læra að verða kennari í þerapíunni Lærðu að elska þig sem ég hafði farið í gegnum sjálf.


Síðan þá, hef ég hjálpað mörgum að uppgötva þessar tilfinningar sem eru fastar innra með okkur frá barnæsku.


Það er alveg sama þótt þú hafir átt góða barnæsku, það er nánast öruggt að þú lærðir einhverja neikvæða vitleysu um þig á þeim tíma, enda varstu barn. Misskildir aðstæður eða hreinlega ólst upp í umhverfi sem var ekki uppbyggilegt. Þú upplifðir eitthvað sem þú vissir ekki hvernig þú áttir að takast á við og tilfinning sem þú fékkst, þessi vonda tilfinning, settist að hjá þér og hefur verið þar síðan. Einhver trú um að þú sért ekki nóg á einhvern hátt, sért öðrvísi eða eigir ekki allt það besta skilið.


Þessi neikvæða trú og þessar neikvæðu tilfinningar koma í veg fyrir að þú elskir þig skilyrðislaust, eins og þú ert og það er hamlandi fyrir þig samskipti þín og allt líf þitt!


Þegar þú ferð í þessa vinnu að læra að elska þig skilyrðislaust, lærir þú að sjá lífið í nýju ljósi og líf þitt breytist á magnaðan og uppbyggilegan hátt. Sambönd þín breytast og þú verður miklu betri í að takast á við lífið og allt sem gerist. Þú verður fær um að elska aðra skilyrðislaust. Sjálfsvirðing þín eykst og sjálfstraustið þitt líka. Þú áttar þig á að þú getur treyst þér og þú getur það sem þú ætlar þér.


Þegar þú lærir að elska þig skilyrðislaust muntu:

  • Hætta að dæma aðra og gagnrýna, því þú viðurkennir hjá þér að það sem truflar þig átt þú en ekki þeir.

  • Upplifa að þú þurfir ekki að sanna neitt fyrir neinum.

  • Hættir að fela, réttlæta eða mistúlka tilfinningar þínar.

  • Upplifir að vera elskuð af öðrum, án þess að þurfa stöðugt að fá sönnun á því að viðkomandi sé treystandi og elski þig.


Þegar þú lærir að elska þig og ert í sambandi, muntu sjá að það sem er að hjá hinum aðilanum er akkúrat það sem þú þarft að heila hjá þér. Þegar þú leyfir þér að gera það, hættir þú að sjá alltaf eitthvað sem hinn aðilinn gerir sem rangt. Þú hættir að fá ,,triggera“ í tíma og ótíma og þú verður ekki eins dómhörð persóna.


Þegar þú elskar þig skilyrðislaust, gerist það að aðrir elska þig líka skilyrðislaust.


Smelltu á linkinn ef þú vilt læra að elska þig skilyrðislaust og bókaðu 30 mín. kynningartíma á þerapíunni Lærðu að elska þig: https://calendly.com/bjorkben/30-min-kynningartimi



Með kærleika

Björk Ben


388 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page