top of page

Draugagangur í samböndum



Ég var í sambandi í 19 ár við barnsföður minn. Ég hafði verið meðvirk og ,,þurfti" á honum að halda. Mér fannst ég vera upp á hann kominn. Hans skoðanir urðu mínar skoðanir og ég gerði margt til að vera séð og finna athygli.


Þegar leiðir okkar skildu var ég var staðráðin í að svona samband ætlaði ég ekki í aftur. Hann hafði verið ómögulegur, hann var frekur og beitti mig andlegu ofbeldi. Ég ætlaði ekki í annað þannig samband, ef ég færi á annað borð í annað samband. Ég ætlaði að breytast og laða að mér öðrvísi og miklu ,,betri" mann.


Ég fór að vinna í mér og finna mig upp á nýtt, ég hafði jú algerlega lifað fyrir hann ekki mig og var alveg týnd á köflum. Í þerri vinnu áttaði ég mig á að það þarf tvo til. Væntingar mínar til sambandsins okkar voru í raun allt aðrar en þær sem hann hafði og við ræddum þær aldrei.


Ég setti hann upp á stall, sem hann hafði engan áhuga á að vera upp á. Hann kom fram við mig af óvirðingu því ég var ekki nógu sterk til að standa með mér.


Hann var brotin og ég var brotin. Og sambandið hefði ekki staðið svona lengi ef við hefðum ekki bæði þurft á öðrum að halda. Bæði ,,þurftum" við athygli og bæði ,,þurftum" við að vera í sambandi, þótt það væri slæmt. Það var hreinlega auka atriði. Hann er ekki vondur maður og ég er ekki vond kona. Þetta var samspil sem varð til af því að við löðuðum hvort annað að okkur - ,,Líkur sækir líkann heim." Og við æddum svo bara áfram, rákum okkur á veggi en lokuðum þá bara augunum og héldum áfram án þess að spá í hvað væri í raun vandamálið.


Í dag er ég í nýju sambandi. Ég hef breyst og hann er allt öðrvísi karakter en barnsfaðir minn. Ég er miklu sterkari einstaklingur og sjálfstæðari. Hann ber mig á höndum sér og við erum bestu vinir og það ríkir gagnkvæmt traust, heiðarleiki og virðing í sambandinu. - Vá þetta er geggjað!


Draumaprinsinn mættur - ,,...og þau lifðu hamingusöm saman það sem eftir er!"


En svo koma atvikin sem kippa undan manni fótunum. Kennslustundir í að heila eitthvað sem ég upplifði líka í fyrra sambandi og er líklega tilkomið upphaflega í æsku eða jafnvel í fyrri lífum.

Einhver tilfinning sem kemur eins og stormsveipur, sest að og tekur algerlega völdin. Það sem kveikti á tilfinningunni þarf ekki að vera merkilegt en það er mjög auðvelt að hengja sig samt í að þetta sé ómögulegt og best sé að vera bara ein. Væntingarnar algerlega orðnar að engu.


En það er tilfinningin sem má ekki vanmeta eða sleppa því að skoða betur. Því það er hún sem er að koma aftur og aftur. Og það er hún sem situr föst í líkamanum þar til maður viðurkennir hana, hættir að slást við hana og leyfir henni að koma svo hún geti lognast út af aftur og loksins farið.


Ég er að vinna með sömu tilfinningar og í fyrra sambandi af því að ég hef ekki fengið það verkefni að losa mig við þær fyrr en ég fer í annað samband. Munurinn á þá og núna er sá að í dag kann ég leið til að skilja þær, finna þær og sleppa þeim. Þessar tilfinningar eru innra með mér og það er ég sem finn þær, ekki aðrir. Það er því ég sem þarf að vinna með þær enginn annar. Það er ég sem þarf að heila þær og láta þær fara.


72 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page