top of page
2022-06-15 18.48.11.jpg

Hæ!

2021-08-16 21_edited.png

Vottanir og

viðurkenningar

 

Lærðu að elska þig þerapisti

NLP Leiðbeinandi

Andlegur markþjálfi

Hugleiðslu- og núvitundarkennari

EFT & TFT Tapping leiðbeinandi

Rapid Transformational Therapy Leiðbeinandi

Vottaður dáleiðari

Angle Reiki leiðbeinandi

Yoga Nidra Kennari

Ég er Björk Ben

Ég er fædd og uppalin á bóndabæ á Snæfellsnesi. Ólst upp í stórri fjölskyldu og við erum 5 systkinin. Ég var eina stelpan og átti oft í útistöðum við bræður mína, bæði fannst þeim ég vera ofdekruð af pabba okkar og eins var lítið tekið tillit til þess að ég væri stelpa en ekki strákur eins og öll hin börnin. Ég var misnotuð kynferðislega og fór að haga mér eins og strákur eftir það. Sýndi litla kvenlega hegðun.

 

Ég neitaði að klæðast kjólum og byrjaði að gera allt eins og ég væri strákur. Ég fékk föt frá bræðrum mínum og fljótlega fór ég að berjast og leika mér með leikfangabyssur, spila fótbolta og sýna ekki tilfinningar mínar, því strákar meiga ekki gera það. Það var mikil meðvirkni heima sem ég tileinkaði mér líka sem barn. Ég hætti að þora að vera ég sjálf.

Ég átti góða vini sem ég hitti yfirleitt mest á veturna í skólanum. Ég var á heimavist frá 12 til 16 ára og þar lærði ég mikið um að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Við vorum 4 stelpur saman í einu svefnherbergi og vorum saman allan sólarhringinn 5 daga vikunnar.

Ég flutti að heiman þegar ég var 16 ára og byrjaði að vinna, ég vissi ekki hvað ég vildi læra, það fór bara eftir því hvaða dagur var. Ég og nokkrir æskuvinir leigðum saman íbúð í Reykjavík og lifðum draumalífinu að okkur fannst um tíma.

 

Ég byrjaði í alvöru sambandi við mann þegar ég var 21 árs gömul og það samband entist í 19 ár.

Ég byrjaði aftur í skóla og kláraði tölvunarfræði og byrjaði síðan að vinna í bankageiranum í mjög karllægu umhverfi. Ég varð einhvern veginn tveir persónuleikar. Mjög meðvirk og vanmáttug í einkalífinu, en leiðtogi, stjórnandi og mjög skilvirk út á við. En ég treysti engum og fannst ég þurfa að berjast fyrir mínu.

Andlegt ofbeldi, meðvirkni, siðleysi og óheiðarleiki sem ég upplifði á þessum árum varð til þess að ég stóð ekki upp fyrir sjálfri mér og þorði ekki að vera ég sjálf. Ég hleypti fólki alls ekki að mér. Ég lærði að sætta mig við hluti sem mér fannst vera algjörlega í andstöðu við siðferi mitt. En þegar þú hefur "fyrirgefið" eitt slíkt atvik, þá er það einhvern veginn eins og það verði auðveldara og þú dofnar bara aðeins í hvert skipti og reynir að hlusta ekki á sjálfan þig, sem leiðir til þess að þú týnist í lokin.

Eftir að við hættum saman og ég bjó ein með börnunum mínum þurfti ég að finna það sem ég vildi, hvaða skoðanir ég hafði og jafnvel hvaða mat mér líkaði. Ég varð að finna mig upp á nýtt!​​

Árið 2016, ári eftir að ég skildi við manninn minn, fór ég að læra þerapíu sem heitir ",Lærðu að elska þig". Þetta var alger vendipunktur í lífi mínu þar sem það gjörbreyttist. Ég lærði svo mikið um sjálfa mig og lífið sem mig langar að lifa. Ég öðlaðist sjálfstraustið aftur, sjálfsmat mitt varð miklu betra, ég lærði að heila mig og sleppa neikvæðum tilfinningum og viðhorfum. Ég lærði að elska sjálfa mig og vera jákvæð og hamingjusöm. Ég var ein í 6,5 ár. Svo kynntist ég núverandi kærasta mínum, sem ég elska á heilbrigðan hátt og hann elskar mig á sama hátt. Við erum afslöppuð og hamingjusöm þegar við erum saman og við tölum saman um allt. Hvorugt okkar er hrætt við samskipti í sambandinu. Við berum virðingu fyrir hvort öðru og erum heiðarleg hvort við annað.

Ég hef verið svo heppin að hjálpa mörgum að finna sjálfan sig, rétt eins og ég gerði, það hefur verið mikill heiður að sjá breytinguna sem skjólstæðingar mínir upplifa eftir að hafa notað þau verkfæri sem ég hjálpa þeim að innleiða í lífi sínu til að verða heil og hamingjusöm. Það væri líka mikill heiður að fá að hjálpa þér!

Innsæið þitt er eini áttavitinn
sem þú þarft!

Ég hef ástríðu fyrir að hjálpa þér að finna innsæið þitt

Ég hjálpa þeim sem hafa áhuga á að tengjast sínu æðra sjálfi, Alheiminum að finna innsæið sitt og hlusta á leiðsögnina sem er sú eina sem við þurfum í gegnum lífið.

Þetta hljómar mjög háfleigt og eins og það hafi ekki mikið að gera með raunveruleikann, ekki satt?

En það er rangt.

Innsæi þitt er eitthvað sem þú hefur alltaf haft en þú hefur líklega verið töluð/talaður af því að hlusta á það og treysta því.

 

Að sleppa því að velta sér upp úr því sem er að gerast í okkar ytri heimi, sleppa því sem ekki er hægt að breyta og velja að láta það ekki hafa áhrif á líf okkar, finnst mér vera frábær og mjög frelsandi upplifun.

 

Að læra að treysta eigin innsæi hefur fært mér djúpstæða heilun og sýnt mér hvað ég er hér til að gefa af mér. Ég trúi því að það sama geti gerst fyrir þig.

Meditation_edited.jpg

Þú getur breytt lífi þínu með því að breyta trú þinni á þér.

Breyttu hverju þú trúir, breyttu lífi þínu!

Það er það sem ég hef verið að gera og er enn. Árið 2016 lærði ég um Marisu Peer og árangursríka aðferð hennar Rapid Transformational Therapy (RTT), með því að sækja námskeið í Mindvalley. Það fékk mig til að átta mig á að ég get breytt lífi mínu. Ég byrjaði líka að lesa bækur skrifaðar af Joe Dispenza, ,,Breaking the habit of being you" og ,,Becoming Supernatural".

Ég lærði að það er allt í höfðinu á okkur, hvernig við sjáum heiminn og hvernig við sjáum líf okkar, með og án takmarkana sem við búum til með því að vera hrædd við að stíga út úr þægindarammanum okkar.  Með því að nota þessi fræði og RTT aðferðina breytti ég lífi mínu!

Ég lærði sjálf að vera RTT leiðbeinandi árið 2021 og ég hef hjálpað mörgum að losa sig við brotna sjálfsmynd sína og byggja upp nýja.

23_edited.jpg

Lærðu að elska þig eins og þú ert í dag og þú opnar á betra líf en þú getur ímyndað þér!

Ég lærði að elska mig og það getur þú líka!

Þegar ég byrjaði að fara í gegnum þerapíuna ,,Lærðu að elska þig" Vissi ég ekki hvað myndi bíða mín. Ég vissi ekki að líf mitt myndi breytast svona mikið. Ég skildi ekki hvað það þýðir að elska mig. Ég man að  Ósk kennarinn minn spurði mig, hvað viltu þú í lífinu? Ég gat alls ekki svarað þeirri spurningu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það var sem ég vildi fá út úr lífinu.

En eftir því sem vikurnar liðu og ég vann heimavinnuna mína varð ég meira og meira meðvituð og fannst ég komast nær sjálfri mér. Ég fór að taka eftir tilfinningum mínum, hvernig ég talaði, hvað var að gerast í höfðinu á mér og mér fór að líka betur við mig.

 

Ég er ein af þeim sem ég elska!!!

 

Það var ótrúlegt að ég skyldi ekki dæma mig heldur elska mig. Gaf mér leyfi til að vera ekki fullkomin, gera mistök og fyrirgefa sjálfri mér fyrir allt sem ég hef gert sem ég er ekki stolt af að gera.  Sleppti allri skömminni, allri reiðinni og öllu stoltinu sem ég hafði tileinkað mér til eigin verndar eftir áföll.

vefur_mynd2_edited_edited.jpg

Ég þarf ekki að koma frá brotnu heimili eða vera lögð í einelti í skólanum til að verða fyrir áföllum í æsku. ALLIR hafa eitthvað að læra í þessu lífi og munu lenda í einhvers konar áföllum í æsku sem skilja eftir vondar tilfinningar. Jafnvel þó að þú munir ekki eftir neinu í dag er það þarna, falið í undirmeðvitund þinni, þar til þú heilar það. Rétt eins og ég gerði með því að fara í gegnum þerapíuna ,,Lærðu að elska þig".

Vertu þú - þorðu að vera þú!

Viltu læra að standa með þér og sjá þitt virði?!

Mér finnst að allir ættu að læra um lífið og hvernig það virkar. Þekkja kennarana sína. Læra að sleppa tökunum á gömlum tilfinningum. Losa sig við gamlar hugsanavillur úr undirmeðvitundinni. ​

Við mættum öll vera meira meðvituð, meira hér og nú og taka þannig meiri ábyrgð á sjálfum okkur, hegðun og huga. Dæma minna og ekki lifa í stöðugum ótta við hið óþekkta.

 

Þá værum við sjálf við stjórnina á okkar lífi en létum ekki aðra um ábyrgðina algerlega ómeðvitað. Við færum eftir innsæinu okkar líka og þekktum okkur sjálf betur.

 

Myndum þora að vera við sjálf og bera á borð það sem við höfum að segja, standa með okkur og myndum alltaf að við erum alveg jafn mikils virði og aðrir.

Með þessi atriði hér að ofan að leiðarljósi, setti ég saman námskeiðið Vertu þú, þar sem þú getur lært allt það besta og mikilvægustu ,,lífslyklana" sem ég kann á aðeins 12 vikum. 

She_post.png

ég hef stutt marga í átt að betri líðan og breyttu lífi!

Þetta hafa nemendur að segja

Þakklæti er einfaldasta og mest gefandi tilfinning sem til er!

bottom of page